Profile avatar
arnor.is
Skrýtinn en skemmtilegur.
689 posts 393 followers 215 following
Getting Started
Active Commenter

Ég er svo langt leiddur í skíðabólu að ég er að skoða hótel við jökul í Austurríki í haust. Ekki eðlilegt.

Þessi Mottumars auglýsing, bara vá, alger negla!

Ah, enn eitt kvöldið þar sem ég reyni að halda mér vakandi en enda með að sofna draumsvefni í sófanum allt of snemma.

Fór í Bláfjöll bæði í dag og í gær. Tveir frábærir dagar, fór með pabba á skíði í gær í fyrsta sinn síðan ég var krakki. Í dag var ég einn en færið var miklu betra og ég gat skíðað lengur. Djöfull er þetta skemmtilegt.

S01E01 let’s go

Er ekki orðinn hress en er mjög pirraður á þessu kvefi. Hélt ég myndi meika smá göngutúr en fékk strax sviða í lungun og svo var miklu kaldara en ég hélt. Svo ég fór bara aftur inn. Það væri mjög auðvelt að vera pirraður yfir þessu en mér gengur ágætlega að láta mér leiðast.

Ég er svo fokk kvefaður. Get ekki beðið eftir að þessi hósti hætti að vera þurr og ég fari að hósta slími.

Útmörk er nýja uppáhalds orðið mitt.

Horfði á Juror #2. Clint Eastwood er svo geggjaður leikstjóri, 93 ára og enn að. Frábær mynd. Fun fact, Toni Collette og Nicolas Hoult leika hér saman í fyrsta skipti síðan þau léku mæðgin í About a Boy fyrir 22 árum.