Profile avatar
hermigervill.bsky.social
Veistu ekki hver ég var???
161 posts 657 followers 343 following
Regular Contributor
Active Commenter

Klippa það allt af bara?

Jæja góðan daginn! Nú skulum við koma þessu í gang hérna á Bláskjánum. Ég setti nýtt lag í Plötuhorn Hermigervils um helgina, sem ég lofa ykkur að þið hafið aldrei nokkurn tímann á ævinni heyrt. Frekar funky kristilegt dæmi frá 1977. www.youtube.com/watch?v=Ac6y...

Þetta nýja Bluesky logo er svoldið í laginu eins og…. X

Það verða Hermigervilsjól í ár! Fæ örfá fyrirfram eintök á Þorláksmessu! Dettur svo fljótlega inn á streymisveitur. Mun spila testpressuna á 12Tónum í kvöld!

Þurfti að skipta um strengi í bassanum mínum og fékk auðvitað bara meistarann sjálfan Arnljót til að hjálpa mér.

Alltaf gaman að fá testpressur 😎

Var að borða chili þannig að ég spái kvikugasi úr borholunni.

Var að klára að mixa nýju plötuna hans Örvars Smárasonar (múm, FM Belfast o.fl.). Við hlustuðum á lokamixin áðan og allt samþykkt! 🥳

Aðstoðaði vin minn hann Andra Framfara við að koma þessu út í kosmósið. Var að setja plöturnar og upplýsingablöðin í umslögin og þetta lítur bara ansi vel út. Fer með þetta í Lucky og fleiri verslanir á morgun! open.spotify.com/album/7pOQet...

www.erkomideldgos.is liggur niðri!

Ég verð með tvennt í gangi á Airwaves í ár, bæði með vinkonu minni henni Kiru Kiru. Á morgun í Fríkirkjunni, og svo á eftir, um borð í seglskútu þar sem framinn verður smá gjörningur. Við munum sigla inn í Höfnina bak við Hörpu með sveimandi lúðraþyt og ambient drónum!

Hvað segið þið gott fólk, fer ónýtt segulband í plastendurvinnslutunnuna eða bara í ruslið?

Setup dagsins fyrir tónleikana hans Unnsteins í Salnum í Kópavogi í kvöld kl 20 😎

Tékk 123, er þetta niðri?

Ferðaskrifstofan Orval Útsýn biður að heilsa frá Seattle! 🇺🇸🍻

Tók bara þessa mynd eins og einhver túristi. En þetta var eiginlega alveg stórfenglegt.

Það er svo vont lag í gangi í BLASTI Í Bónus, mig langar að skjóta mig.

Hér er hægt að fylgjast með flugvélum lenda á JFK í beinni, með commentary eins og þetta sé æsispennandi íþróttaleikur.

Stundum þarf bara eitt stykki dómkirkju til að taka upp trompet.

Fila penslar til sölu.

Grinder húfa. Græn derhúfa.

Ég er sjúkur einstaklingur. Þetta er fyrsti proper frídagurinn minn í meira en tvær vikur og hvað geri ég? Fer á útgáfutónleika Hipsumhaps og verð eftir og hjálpa til við að róta græjum eftir giggið. Það er eitthvað mikið að mér.

Ég er með too red syndrome.

Hjálp! Hvernig bjarga ég þessari dúllu sem varð allt í einu of þung í efri partinum og missti jafnvægið? Hún er og hefur alltaf verið mjög hraust, þetta er eitthvað jafnvægisvesen, hún er með of mörg laufblöð of ofarlega. Er búinn að reyna einhverja pinna til að styðja við sem gera ekkert gagn.

Sorry ég er á smá memory lane hérna. Hér er tónverk sem ég gerði fyrir midi-stýrða Tesla-coils og var flutt á Glastonbury 2015 fyrir tugi þúsundir manns (það voru sko þrír svona raf-dansarar í viðbót samtímis). Fór nokkrum sinnum þarna út og fékk að prufa þessar eldingavélar til að testa tónverkið.