Profile avatar
thorarinn.bsky.social
A mostly harmless dabbler in life, somewhat fluent in Icelandic and English.
396 posts 175 followers 111 following
Regular Contributor
Active Commenter

Ef yngri sonurinn fer að gista hjá frænda sínum en tekst ómögulega að sofna þá er það óneitanlega kostur að björgunarleiðangur til að koma honum heim krafðist ekki nema samtals tveggja mínútna göngu í regninu. Bílferð hefði trúlega tekið þre- til fjórfalt lengri tíma.

Iss, ekki ég heldur...

Ég held að LinkedIn hafi verið að senda mér (sem yfirskrift á tölvupósti) einhvers konar heimspekilega gátu sem mína raungreinamenntun skortir forsendur til að svara: „Thorarinn 'Toro', is unknown hiring?“

Komið að tímamótum, nú getum við feðgarnir formlega fært okkur yfir í að spila ordla.us í nýja símanum og núllstillt söguna. cc. @borgar.net

Maður átti nú alveg von á því að með fylgisaugningu Flokks fólksins kæmu einhverjir sérstæðir karakterar inn á þing, en skrýtnasta skrúfan á nýhöfnu þingi virðist miðað við fréttir koma úr Sjálfstæðisflokknum.

Þetta blasti náttúrulega við... Ordla.us 1129: 3/6 ⬜️⬜️⬜️🟨⬜️ ⬜️⬜️🟩⬜️⬜️ 🟩🟩🟩🟩🟩

Stelst inn í þennan þráð með tilraun til skautandi spurningar. Hvort talar þú um að: A) baka pönnukökur B) steikja pönnukökur C) bæði í bland Kinkandi kolli til @uglastefania.bsky.social

Ég held ég hafi aldrei séð vindaspá með svona skörpum skilum milli logns og 26 m/s (höfuðborgin kl. 13 á morgun).

Ég hræddi örugglega nágrannana þegar ég hljóp niður stigaganginn og út á sokkaleistunum öskrandi nafn eldri sonarins út í myrkrið. Sekúndu síðar hefði hann ekki heyrt í mér, en baritónið barst nógu langt og hann kom kjagandi fyrir hornið, bjargað frá því að koma að lokuðum dyrum í fyrsta tíma.

Sótti Zip af gögnunum mínum frá TwiXter og er að lesa í gegnum tístsöguna. Fyrstu mánuðina hef ég greinilega skrifað bara á ensku, oft með dularfullri stafsetningu hér og þar. Skásti brandarinn hingað til er líklega „The superheroes Flaming Boy and Fart Girl would surely be an explosive pairing.“

Ég nýtti í gærkvöldi tækifærið inn á milli veðurviðvarana til að hefja grillárið formlega (og sá að ég var ekki sá eini í blokkinni). Tók samt enga mynd.

Shot of a lifetime. 📸: Ian Turner

Oh this is just *delightful*: for the opening of his documentary on the history of music on SNL, Questlove produced “a high-speed, six-minute DJ mix of SNL music highlights”. So good you’ll want to watch it way more than just once. [kottke.org]

FB er að minna mig á að nú eru 4 ár síðan ég birti eina heimasmíðaða memeið mitt sem hefur náð einhverri dreifingu. Upprunalega deilt með textanum: Þegar fyrirtæki segjast vera að leita „af starfsmanni“ vorkenni ég alltaf greyinu sem prílað var upp á.

Something to remember is that the Techbro billionaire class were rarely the actual tech pioneers. They're the ones who bankrolled it, or engineered a controlling share interest. They're just Railway Robber Barons 2.0. It's why they're crap at actual tech. Their 'skill' was money, timing or theft.

Jöfn og traust framvinda... Ordla.us 1100: 6/6 ⬜️🟨⬜️⬜️🟩 ⬜️⬜️⬜️🟩🟩 ⬜️🟨⬜️🟩🟩 ⬜️⬜️🟩🟩🟩 ⬜️🟩🟩🟩🟩 🟩🟩🟩🟩🟩

Þegar Google sendi póst um að komandi skylduuppfærsla myndi hafa neikvæð áhrif á batteríið í Pixel símanum mínum voru þau ekki að grínast. En, ef þessi sjöþúsundkall frá Google skilar sér einhvern tíman fer hann auðvitað langt með að duga fyrir nýjum síma… #BölvaðVesen

Hönnunarinnblástur fyrir nýju nálgunina að Borgarlínu sem Einkabílaflokkurinn hefur kallað eftir. Með rigningarsudda og öllu…

Já sonur, í kvöld var ég kokkur keisaraveldisins.