Profile avatar
tinnaeik.bsky.social
she/her Alt-muligt manneskja sem elskar að ferðast og hefur óendanlegan áhuga á öllu sem varðar innleiðingu á inngildingu og jafnrétti fyrir öll
262 posts 126 followers 117 following
Regular Contributor
Active Commenter

Þessi kona bjargaði lífi mínu, ekki búin að vera til í rúm 8 ár en vaknaði svo til lífsins klukkan 09:02 í morgun 🙏

Er að virkilega sjá fólk kvarta yfir að Demi Moore hafi ekki unnið í gær. Ekki af því þeim finnist Mikey hafa verið verri, heldur af því Demi er 62ja og „fær ólíklega bitastætt hlutverk aftur á þessum aldri“ 🙄

#12stig - Set Me Free

Í sitthvoru landinu en samt svo tengd 👩‍❤️‍💋‍👨

Section 504 is under attack. Disability rights are under attack. If you have not seen Crip Camp, this is a great place to start in getting educated about the disability justice movement in the US. Become informed, mobilize, and fight for us. youtu.be/OFS8SpwioZ4?...

Hlakka svo mikið til að fá þessa fallegu og mikilvægu bók í hendurnar 🧡 uppskera-listamarkadur.is/en/products/...

Gaman að sjá MakkGauta reyna nýja hluti 🧡 Gengur geggjað vel að vera ömurlega léleg týpa en uppistandið gengur víst ekki eins vel 😬 www.instagram.com/reel/DFv-wWY...

Það virkar greinilega stundum að report-a komment á TikTok, einhver rando kallaði mig sweetie og ég svaraði með gubbukalli og kommentið mitt var fjarlægt 😅 Rasisminn og transfóbían sem ég hef hins vegar verið að reporta fær alltaf að standa 🥲

Loksins búin að fara yfir Twitter, geyma það sem ég vil geyma og eyða aðganginum 🎉 Next up: Facebook

Að vera barn einstaklings sem afneitaði mér var einn af tveimur sársaukafyllstu hlutum sem ég hef gengið í gegnum. *TW* Hinn hluturinn var það að vera nauðgað af „vini mínum“ þegar ég var 18 ára. www.visir.is/g/2025268587...

Uppáhaldsmyndin mín þessa dagana er Sense and Sensibility. Núna er ég svo að horfa á gömlu Pride and Predjudice þættina sem voru gerðir fyrir BBC í fyrsta skipti. 38 ára og loksins orðin fullorðin 🥲

Stundum sitjum ég og Erling bara inn í stofu og sendum hvoru öðru myndir af okkar sjónarhorni af kisu allt kvöldið 😻

Ég er svo sorgmædd og reið og svona 100 tilfinningar í viðbót 😭

Akkúrat tveimur vikum og 3mínútum seinna er þetta staðan

Ég sem er búin að vera að gera grín af Erling í 7 ár fyrir að nota hotmail í staðin fyrir gmail 🫣

Er ég að missa af einhverju eða hefur öfga- ekki verið samþykkt þýðing á far-right og far-left í áraraðir? Á núna að fara að milda boðskap öfgaflokka og þ.m.t. AfD (sem er btw flokkaður sem grunuð öfgasamtök)? Eða er einhver önnur ástæða fyrir þessari breyttu þýðingu?

Var að klára þessa og mæli svo mikið með. Hún er áhugaverð og skemmtileg en líka ótrúlega tilfinningarík. Öll sem hafa dílað við tilfinningar sem tengjast tjáningu á þeirra sanna sjálfi eða átt erfið uppvaxtarár út af fjölskyldudýnamík geta líklega speglað sig í þessari frásögn.

Mótlæti gegn mannréttindindum er ömurlegt en að mínu mati er samstaða gegn mótlæti eitt það fallegasta sem er til. Staða mannréttinda í heiminun hefur verið að taka mörg skref til baka undanfarið en ég var að ákveða að ég ætla samt að reyna að muna að njóta samstöðunnar sem hlýst af þessu mótlæti.

Ég skil ekki að Emilia Perez hafi verið tilnefnd til 13 Óskarsverðlauna, svakalega léleg mynd byggð á steríótýpum, lélegum söngtextum og losaralegri sögu. Það að þetta svakalega lag sé svo ekki í einhverri fáranlega campy mynd hryggir mig þar að auki alla daga. youtu.be/kaChl7eJoEk?...

Byrjaði daginn á því að setjast ofan á svarta köttinn minn sem lá í makindum sínum á svörtu teppi í myrkrinu inn í stofu. Það er sem betur fer allt í lagi með hana en ég þarf annað hvort að einhver skammi mig duglega eða faðmi mig, veit ekki hvort 😓

Ég og Erling ákváðum að sleppa barneignum svo eðlilega erum við komin beint í dvalarheimilistímabilið: Borðum kvöldmat klukkan 17 og horfum svo á Downton Abbey á meðan ég geri krosssaum 👵🏻👴🏻

Náði smá að bæta fyrir gjörðir mínar þegar ég var stoppuð af Mormóna á leiðinni heim sem ég var mjög kurteis við (fyrir utan að neita beiðni hans um að tala um ofbeldisfullu trúnna hans). Þarf núna að fara að endurhugsa lúkkið mitt og finna upp á e-u meira scary svo fólk forðist mig á almannafæri 😬